Fyrirtækjaþjónusta Sixt

Sixt á Íslandi býður upp á fjölbreyttar og hagkvæmar lausnir fyrir öll fyrirtæki sem þurfa á bíl eða bílum að halda í skemmri eða lengri tíma. Sérstaða okkar felst í því að bjóða viðskiptavinum upp á sveigjanlega og skjóta þjónustu og fyrirtæki hafa aðgang að sínum eigin tengilið hjá okkur.

Með því að gera fyrirtækjasamning við Sixt getur þú tryggt fyrirtækinu þínu aðgang að nýlegum bílaflota á samkeppnishæfum verðum allt árið um kring. Hluti af þeim lausnum sem við bjóðum upp á eru langtíma- og skammtímaleiga.

 

 

Langtímaleiga

Leigutími getur verið frá þremur mánuðum til allt að þrjátíu og sex mánaða. Í langtímaleigu greiðir viðskiptavinur fast mánaðargjald og innifalið í því eru tryggingar, bifreiðagjöld, allt almennt viðhald, smur- og þjónustuskoðanir, dekk og dekkjaskipti. Fyrirtæki í langtímaleigu hjá Sixt geta með þessum hætti aukið hagræðingu og dregið úr áhættu í rekstri vegna endursölu og annarra óvæntra útgjalda sem fylgja því að eiga og reka eigin flota. Einnig er í boði að merkja bílana.

 

Skammtímaleiga

Skammtímaleiga Sixt hentar vel þegar fyrirtæki þurfa að leigja bíl í styttri tíma vegna einstakra verkefna eða sérstakra erinda og getur leigutími verið allt frá einum degi til þrjátíu daga. Í þessum tilfellum geta fyrirtæki leigt bíla á hagstæðum verðum og greiða ýmist daggjald með ótakmörkuðum akstri eða lægra daggjald með kílómetragjaldi og þá er aðeins greitt fyrir ekna kílómetra. Við aðstoðum ykkur við að finna hagkvæmustu leiðina fyrir fyrirtækið hverju sinni.

 

Aðrar lausnir

Aðrar lausnir sem við bjóðum upp á eru mánaðarleiga, vetrarleiga og ennfremur getum við bókað bíla fyrir starfsmenn fyrirtækisins á einni af 105 stöðvum Sixt út um allan heim.

 

Við teljum að við getum fundið réttu lausnina sem hentar þínu fyrirtæki. Hafir þú áhuga á því að kynna þér betur verðin sem við bjóðum upp á, endilega hafið samband á netfangið [email protected] eða í síma 540-2222.